Cover banner

Endurnærðu þig

            6 mánaða netnámskeið þar sem þú munt fá öll þau tól sem þú þarft til að hlúa að þér með hollri næringu ásamt því að við munum líka koma inn á mikilvægi andlegu heilsunnar.


Ég skil svo vel hversu flókið og yfirþyrmandi það getur verið að ætla að breyta einhverju í lífsstíl sínum og neysluvenjum. Flest vitum við svona u.þ.b. hvað við þurfum að gera til að bæta heilsuna en það vex okkur oft í augum og við vitum ekki hvar við eigum að byrja. Margir kannast jafnvel við það að fara alla leið í lífstílsbreytingar og detta svo enn dýpra í gamla farið fyrr en varir. Það tengi ég sjálf mjög mikið við og ákvað ég því að hanna netnámskeið sem að er byggt á því að taka lítil & geranleg skref sem verða auðveldlega partur af lífsstíl þínum. Þessi skref varða aðallega mataræðið en einnig mun ég koma inn á sjálfsrækt og verkefni henni tengdri. Fyrir mér snýst þetta um að hlúa að sér á heildrænan máta, það er svo margt sem spilar inn í heilsu okkar og vellíðan. 

Við eigum öll skilið að blómstra í lífinu


Áður en að ég tók til í mínum lífsstíl hélt ég að það væri eðlilegt að líða bara svona sæmilega og vera oftast mjög orkulítil. Það var ekki fyrr en að ég hreinsaði alveg til hjá mér, bæði í mataræðinu og fór að hlúa að andlegu heilsunni, að ég sá að þannig þarf lífið alls ekki að vera. Ég varð svo orkumikil, upplifði mikinn skýrleika og mér leið stórkostlega bæði á líkama og sál. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hafa uppgötvað þetta svona ung og fengið að sjá skýrt á eigin líðan hvað ég þarf að gera fyrir mig til þess að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Mig langar ekkert meira en að aðstoða aðra við að líða vel í eigin skinni og að næra sig á ástríkan & heilnæman máta. Því að öll eigum við skilið að blómstra í lífinu og líða stórkostlega.Þetta netnámskeið er fyrir þig ef að:

 • Ert tilbúin/n að taka lítil og geranleg skref er varða mataræðið og andlega heilsu

 • Vilt geta tekið námskeið á þeim stað og á þeim tíma sem hentar þér best
 • Þig langar að taka lífstílinn í gegn á heildrænan máta
 • Þig langar að upplifa þann skýrleika og vellíðan sem fylgir því að hlúa að sér
 • Þig langar að læra að útbúa einfaldan, bragðgóðan og hollan mat frá grunni í eldhúsinu heima hjá þér 
 • Þig langar í langvarandi lausn til þess að líða stórkostlega.
Þetta netnámskeið er EKKi fyrir þig ef að:
 • Þú vilt skyndilausnir
 • Þú ert ekki tilbúin/n að taka ábyrgð á eigin líðan
 • Þér finnst leiðilegt að borða góðan mat
 • Þú vilt ekki leggja neitt á þig til að ná árangri
 • Þú ert að glíma við erfið veikindi eða sjúkdóm.

Höfundur námskeiðsins: 

​​​​​​​Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi

Avatar f9a0871

Ég var aðeins 17 ára gömul þegar ég þurfti að taka stóra u-beygju í mataræðinu og hreinsa til.  Í framhaldinu sá ég einnig hversu stórt hlutverk andlegi þátturinn spilaði á mína líðan og vann ég mikið í sjálfri mér. Þetta tvennt hefur orðið að mikilli ástríðu hjá mér og hef ég lokið námi í heilsumarkþjálfun ásamt því að kenna þerapíuna; Lærðu að elska þig.

Í dag vil ég ekkert heitar en að hjálpa fólki að líða vel bæði á líkama og sál. Mig langar að sýna þér að það er hægt að líða stórkostlega með því að hlúa að þér með hollri fæðu og andlegri næringu. Það þarf alls ekki að vera flókið né erfitt. Aðalatriðið er að gera það í litlum og geranlegum skrefum. Þetta netnámskeið er því útpælt til þess að hálpa sem flestum að endurnæra sig - andlega og líkamlega.

Fyrirkomulag netnámskeiðsins

 • Í tölvunni hjá þér
  Ertu með þétta dagskrá og áttu erfitt með að mæta á námskeið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma? Á þessu námskeiði þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því þar sem það fer fram í tölvunni þinni. Þú getur setið námskeiðið hvar sem er í heiminum á þeim tíma sem hentar þér.
 • Myndbandsefni​​​​​​​
  Námskeiðsefnið fer aðallega fram á myndbandaformi. Bæði munt þú fá fræðslu er varðar andlega og líkamlega heilsu ásamt því að læra hvernig þú getur útbúið nærandi mat heima í eldhúsinu hjá þér.
 • Verkefni
  ​​​​​​​Í hverjum mánuði færð þú verkefni sem snúa að líkamlegri og andlegri heilsu þinni. Markmiðið er að þú takir lítil, geranleg skref sem verða auðveldlega varanlegur partur af lífsstíl þínum.
 • Hreint mataræði
  Ég mun aðstoða þig við að taka lítil geranleg skref er varða mataræðið. Markmiðið er að taka lítil skref í átt að mataræði sem að er laust við glúten, mjólkurvörur og unninn sykur. Við tökum eitt út í einu til að þú sjáir skýrt hvaða áhrif það hefur á þína líðan. Ef þú ert opin/n fyrir því munt þú einnig minnka/hætta neyslu á dýrafurðum. 
 • ​​​​​​​Sjálfsmildi
  Á námskeiðinu fer ég inn á mikilvægi þess að við hugsum fallega um okkur og ræktum sambandið okkar við okkur sjálf.

 • 6 mánuðir
  Námskeiðið er engin skyndilausn né megrunarkúr heldur einmitt hannað til þess að hollt mataræði og sjálfsumhyggja verði partur af þínum lífsstíl.
Screenshot f9a0679

Skráðu þig núna og byrjaðu strax að endurnæra bæði líkama og sál

Hvað er innifalið?
 • 6 mánaða netnámskeið þar sem að ég leiði þig í gegnum einföld og geranleg skref í átt að hreinu mataræði og almennri vellíðan
 • Rafræna uppskriftarbókin mín, Njóttu,  fylgir með.
 • Ég kenni þér að útbúa holla fæðu í eldhúsinu heima hjá þér með ítarlegum uppskriftarmyndböndum.
 • Innkaupalistar þar sem bæði koma fram myndir og upplýsingar um hvar ákveðnar vörur fást.
 • Fróðleikur frá mér á myndbandaformi
 • Einföld og skemmtileg verkefni.
 • Matarprógram á síðustu 2 mánuðum námskeiðsins.
 • Mikið utanumhald: 
  þú svarar vikulegum spurningalista sem hjálpar mér að styðja við þig.
 • Regluleg hvatning frá mér persónulega í gegnum tölvupóst.
 • Ótakmarkaður aðgangur að mér persónulega í  gegnum tölvupóst. 
 • Þú færð strax aðgang að námskeiðinu að greiðslu lokinni.

Skráðu þig núna!