Endurnærðu þig

            6 mánaða netnámskeið þar sem þú munt fá öll þau tól sem þú þarft til að endurnæra huga, líkama og sál.


Ég skil svo vel hversu flókið og yfirþyrmandi það getur verið að ætla að breyta einhverju í lífsstíl sínum og neysluvenjum. Flest vitum við svona u.þ.b. hvað við þurfum að gera til að bæta heilsuna en það vex okkur oft í augum og við vitum ekki hvar við eigum að byrja. Margir kannast jafnvel við það að fara alla leið í lífstílsbreytingar og detta svo enn dýpra í gamla farið fyrr en varir. Það tengi ég sjálf mjög mikið við og ákvað ég því að hanna netnámskeið sem að er byggt á því að taka lítil & geranleg skref sem verða auðveldlega partur af lífsstíl þínum. Þessi skref varða aðallega mataræðið en einnig mun ég koma inn á sjálfsrækt og verkefni henni tengdri. Fyrir mér snýst þetta um að hlúa að sér á heildrænan máta, það er svo margt sem spilar inn í heilsu okkar og vellíðan.

Við eigum öll skilið að blómstra í lífinu


Áður en að ég tók til í mínum lífsstíl hélt ég að það væri eðlilegt að líða bara svona sæmilega og vera oftast mjög orkulítil. Það var ekki fyrr en að ég hreinsaði alveg til hjá mér, bæði í mataræðinu og fór að hlúa að andlegu heilsunni, að ég sá að þannig þarf lífið alls ekki að vera. Ég varð svo orkumikil, upplifði mikinn skýrleika og mér leið stórkostlega bæði á líkama og sál. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hafa uppgötvað þetta svona ung og fengið að sjá skýrt á eigin líðan hvað ég þarf að gera fyrir mig til þess að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Mig langar ekkert meira en að aðstoða aðra við að líða vel í eigin skinni og að næra sig á ástríkan & heilnæman máta. Því að öll eigum við skilið að blómstra í lífinu og líða stórkostlega.

Þetta netnámskeið er fyrir þig ef að:

  • Þig langar að koma heilbrigðum lífsstíl auðveldlega í þína dagsrútínu

  • Þig langar að upplifa vellíðunina sem fylgir því að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi

  • Þig langar að hafa meiri orku & skýrleika til þess að sinna verkefnum dagsins og virkilega finna fyrir því hvernig það er að vera lifandi

  • Þig langar að eiga í jákvæðu sambandi við mat og hafa heilbrigðar matarlanganir

  • Þig langar að eiga í fallegu sambandi við þig og setja þig & þína líðan meira í 1.sætið

  • Þig langar að gera langvarandi og geranlegar breytingar á lífsstíl þínum

  • Þú ert tilbúin að taka ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan

  • Þú vilt geta tekið námskeið á þeim stað og á þeim tíma sem hentar þér best
  • Þig langar að læra að útbúa einfaldan, bragðgóðan og hollan mat frá grunni í eldhúsinu heima hjá þér

Umsagnir frá þáttakendum á Netnámskeiðinu



,,Anna er svo mikil gjöf og þetta námskeið er fullt af verkfærum sem ég mun nýta það sem eftir er. Að fá tölvupósta svona reglulega, verkefni í hverri viku og aðgengi að myndböndunum hvenær sem er er ekkert smá gott plús uppskriftabók! Svo er þetta líka allt svo vel unnið og greinilega mikil vinna að baki. Svo skaðar ekki hversu einlæg Anna er bæði í myndböndunum og í skrifum. Takk takk takk!''


-Sólveig Kristín Björgólfsdóttir
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,,Netnámskeiðið; Endurnærðu þig er frábært í alla staði og hefur veitt mér mikinn innblástur til að hlúa betur að sjálfri mér. Fróðleikur, uppskriftir og persónulegur stuðningur frá Önnu Guðnýju gerir námskeiðið eitt það allra besta sem ég hef prófað! Mér líður betur andlega en einnig líkamlega. Ég hef tekið til í mataræðinu mínu, ég sef betur, finn meiri frið & ró innra með mér og líður betur í bakinu. Einnig er ég mun meðvitaðari um hvaða fæða veitir mér vellíðan og hvað það er sem gefur mér lífsfyllingu. Anna Guðný og hennar einstaka umhyggja, natni og skilningur er ákaflega hvetjandi og skýn í gegn hve mikið hún brennur fyrir viðfangsefninu. Það hafði mikil áhrif á áhuga minn og löngun til að gera mitt allra besta og leið tíminn allt of fljótt að mínu mati. Það góða er að allt efnið er aðgengilegt áfram fyrir þátttakendur og get ég því alltaf skoðað það aftur og haldið áfram að bæta við mig fróðleik og rifjað upp. Ég mæli heilshugar með námskeiðinu fyrir þá sem hafa hug á því að vinna með sjálfa sig í víðu samhengi. Takk innilega fyrir frábært námskeið elsku Anna Guðný”
-Nanna


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

“Áður en ég kynntist Önnu Guðnýju og námskeiðinu hennar, var ég ekki meira en skugginn af sjálfri mér. Óvirkur þátttakandi í eigin lífi og þjökuð af stoð- og vöðvaverkjum, svefn- og lystarleysi sem og andlegri vanlíðan og fullkomnu orkuleysi. Ég var komin á þann stað að ég sætta mig við að líkamleg og andleg heilsa mín myndi ekki skána!

Aldrei hefði mig grunað framfarirnar sem hafa átt sér stað eftir að Anna Guðný veitti mér aðgang að verkfærakistu sinni að heilnæmara lífi! Þetta snýst ekki um boð og bönn né dúndra í einhvern formfastan öfgakenndan lífstíl. Tilgangurinn er koma til meðvitundar um hvað hentar líkama og sál hvers og eins sem best. Hvað ÞÚ getur gert til að minnka t.d. bakverkinn, meltinguna, orkuna, hafa betri tök á kvíðanum, húðinni og svo ótal, ótal fleiru!

Líf mitt er hvergi nærri fullkomið, en almenn heilsa mín hefur aldrei tekið jafn örum breytingum. Stefnan er aðeins upp á við, því ég einfaldlega sætti mig ekki við annað en að vera mín stærsta klappstýra!"
-Þáttakandi á netnámskeiðinu



Höfundur námskeiðsins: 


Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi

Ég var aðeins 17 ára gömul þegar ég þurfti að taka stóra u-beygju í mataræðinu og hreinsa til.  Í framhaldinu sá ég einnig hversu stórt hlutverk andlegi þátturinn spilaði á mína líðan og vann ég mikið í sjálfri mér. Þetta tvennt hefur orðið að mikilli ástríðu hjá mér og hef ég lokið námi í heilsumarkþjálfun ásamt því að kenna þerapíuna; Lærðu að elska þig.

Í dag vil ég ekkert heitar en að hjálpa fólki að líða vel bæði á líkama og sál. Mig langar að sýna þér að það er hægt að líða stórkostlega með því að hlúa að þér með hollri fæðu og andlegri næringu. Það þarf alls ekki að vera flókið né erfitt. Aðalatriðið er að gera það í litlum og geranlegum skrefum. Þetta netnámskeið er því útpælt til þess að hálpa sem flestum að endurnæra sig - andlega og líkamlega.

Fyrirkomulag netnámskeiðsins

  • Í tölvunni hjá þér
    Ertu með þétta dagskrá og áttu erfitt með að mæta á námskeið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma? Á þessu námskeiði þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því þar sem það fer fram í tölvunni þinni. Þú getur setið námskeiðið hvar sem er í heiminum á þeim tíma sem hentar þér.
  • Myndbandsefni
    Námskeiðsefnið fer aðallega fram á myndbandaformi. Bæði munt þú fá fræðslu er varðar andlega og líkamlega heilsu ásamt því að læra hvernig þú getur útbúið nærandi mat heima í eldhúsinu hjá þér.
  • Verkefni
    Í hverjum mánuði færð þú verkefni sem snúa að líkamlegri og andlegri heilsu þinni. Markmiðið er að þú takir lítil, geranleg skref sem verða auðveldlega varanlegur partur af lífsstíl þínum.
  • 6 mánuðir
    Námskeiðið er engin skyndilausn né megrunarkúr heldur einmitt hannað til þess að hollt mataræði og sjálfsumhyggja verði auðveldlega partur af þínum lífsstíl. Mikil áhersla er lögð á að taka lítil og geranleg skref í einu.
  • Hreint mataræði
    Ég mun aðstoða þig við að taka lítil geranleg skref er varða mataræðið. Þú færð öll tól til þess að hreinsa mataræðið af glúteni, mjólkurvörum og unnum sykri á sem þægilegastan hátt. En þessar fæðutegundir eru þekktir óþolsvaldar og getur verið magnað að sjá áhrifin sem fylgja því að taka þessar fæðutegundir út. Þú tekur eitt út í einu til að þú sjáir skýrt hvaða áhrif það hefur á þína líðan.
    Ef þú ert opin/n fyrir því munt þú einnig minnka/hætta neyslu á dýrafurðum. Allar uppskriftir námskeiðsins eru vegan en það er þó engin skylda að verða vegan; getur alltaf bætt dýraafurðum við uppskriftirnar ef þér finnst þú þurfa þess.
  • Sjálfsmildi
    Á námskeiðinu fer ég inn á mikilvægi þess að þú hugsir fallega um þig og ræktir samband þitt við þig. Mikil áhersla er lögð á að hlúa vel að andlegu heilsunni, hafa hugann rétt stilltan og að hafa þolinmæði í eigin garð. Einnig er sérhönnuð hugleiðsla í hverjum mánuði sem er á myndbandaformi.
     

Skráðu þig núna og byrjaðu strax að endurnæra bæði líkama og sál

Hvað er innifalið?

  • 6 mánaða netnámskeið þar sem þú færð öll þau tól til þess að endurnæra huga, líkama og sál. Mikil áhersla er lögð á að taka lítil og geranleg skref í einu til þess að þetta verði auðveldlega að langvarandi lífsstílsbreytingu.
  • Fróðleikur frá mér á myndbandaformi í hverjum mánuði.
  • Mánaðarleg verkefni sem snú m.a. að hreyfingu, mataræði og sjálfsrækt.
  • Uppskriftarmyndbönd þar sem ég kenni þér að útbúa holla og girnilega fæðu á auðveldan máta. Einnig fylgir rafræna uppskriftarbókin mín; Njóttu með.
  • Mánaðarlegt hugleiðslu á myndbandaformi sem er sérhönnuð til þess að hausinn sé rétt stilltur í verkefni mánaðarins. 
  • Reglulega hvatningu frá mér í gegnum tölvupóst.
  • Mikinn stuðning, hvatningu og persónulega ráðgjöf frá mér í gegnum vikulega spurningalista.
  • Þú færð aðgang að námskeiðinu innan 24 klst. frá því að greiðsla hefur borist.

Skráðu þig núna!